Grýla ber ábyrgð á gosinu

Grýla á góðri stundu.
Grýla á góðri stundu. Jim Smart

Eftir að búið er að útiloka huldufólk og Lagarfljótsorm hafa glöggir menn komist að þeirri afgerandi niðurstöðu að Grýla beri ábyrgð á eldgosinu í Eyjafjallajökli, að því er fram kemur á bandarískri vefsíðu með gamanefni.

Segir þar - nánar tiltekið á grínvefnum The Onion - að stjórnvöld hafi skorið út galdrastaf með áhrínsorðum og lagt við eldfjallið - bragð sem virkað hafi nær samstundis.

Innan klukkustundar hafi gosinu því sem næst verið lokið og farþegaflug komist í eðlilegt horf í Evrópu.

Í kjölfar gossins hafi stjórnvöld fylgst grannt með Grýlu og börnum hennar 13 sem ganga um gólf með gylltan staf staf í hendi.

Greinina má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert