Jóhanna á hinseginvef

Cook hefur mynd af Jóhönnu og spjallþáttadrottningunni Opruh Winfrey saman …
Cook hefur mynd af Jóhönnu og spjallþáttadrottningunni Opruh Winfrey saman í borða.

Brúðkaup Jóhönnu Sigurðardóttur og Jónínu Leósdóttur í júní er á meðal helstu atburða ársins hjá samkynhneigðum konum að mati vefsins MCV, hinseginvefs í Melbourne í Ástralíu. Greinarhöfundur tiltekur hvernig það sé til marks um framsækni Íslands að forsætisráðherrann sé samkynhneigður.

Rachel Cook dregur saman helstu atburði ársins frá mánuði til mánaðar og er þessa færslu að finna fyrir júnímánuð.

„Við finnum út hversu framsækið Ísland er, sem hefur ekki aðeins kvenkyns forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, heldur vill svo til að hún er lesbía. Hinn 27. júní, um leið og ný lög sem heimiluðu hjónabönd samkynhneigðra tóku gildi, giftist hinn framsækni forsætisráðherra sambýliskonu sinni til langs tíma, Jónínu Leósdóttur. Sigurðardóttir er fyrsti þjóðarleiðtoginn sem fer ekki leynt með samkynhneigð sína.“  

Grein Cook, sem er ritstjóri tímaritsins Cherrie, tímarits sem fjallar um málefni lesbía, má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert