Kveikt í blaðagámum

Slökkt í blaðagámi á Selfossi. Úr myndasafni.
Slökkt í blaðagámi á Selfossi. Úr myndasafni. mbl.is/Guðmundur Karl

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna íkveikju í tveimur blaðagámum í dag. Gámarnir voru við Öskjuhlíðarskóla og Holtaveg. Þá var kveikt í ruslatunnum við Ingólfstorg.

Að sögn slökkviliðsins er það árviss viðburður að kveikt sé í blaðagámum og er reiknað með að einhver ami verði slíkum íkveikjum fram yfir þrettándann.

Slökkviliðið mælist eindregið til þess að ekki sé kveikt í gámum, svo sem með því að kasta inn í þá logandi flugeldum, enda taki það tíma frá slökkviliðinu. Útköllin lengi viðbragðstíma, svo ekki sé minnst á tjónið fyrir eigendur gámanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert