Liggur þungt haldinn eftir tilefnislausa árás í miðbænum

Maðurinn varð fyrir árásinni fyrir utan skemmtistað á Laugavegi.
Maðurinn varð fyrir árásinni fyrir utan skemmtistað á Laugavegi. mbl.is/Eggert

Ráðist var á mann fyrir utan skemmtistaðinn Monte Carlo á Laugaveginum klukkan 2.30 aðfaranótt gærdagsins. Var maðurinn sleginn þungu hnefahöggi í andlit og lá í gærkvöldi þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans.

Við vinnslu þessarar fréttar var maðurinn enn í lífshættu. Ekki er talið að um undanfarandi átök hafi verið að ræða og árásin tilefnislaus.

Árásarmaðurinn var handtekinn skömmu eftir árásina og játaði verknaðinn í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu telst málið upplýst. Maðurinn var í samráði við ákæruvaldið látinn laus eftir yfirheyrslur, laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert