Reykjavík lýst sem ódýrri borg

Hótel Þingholt.
Hótel Þingholt.

Reykjavík er ódýr borg og verð á flugmiðum til hennar frá Bretlandi allt að því hlægilegt, ef marka má kynningu á ferðum til höfuðstaðar Íslands á vefnum.

Markaðsmaðurinn Russell Harmon skrifar þannig á vefinn Web Wire að Icelandair bjóði upp á sérstakt vetrartilboð, eða svonefnt Winter Special City Break á ensku, þar sem boðið sé upp á flug, gistingu og morgunverð fyrir aðeins 199 pund á mann, eða um 36.000 krónur, fyrir þriggja til fjögurra daga ferð.

Tilboðið gildir aðeins ef flogið er frá Glasgow og Manchester og stendur yfir frá og með janúar og út mars.

Sérstök athygli er vakin á fjörugum krám í miðbæ Reykjavíkur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert