Vill fund vegna sorpbrennslu

Sorpbrennslustöðin Funi.
Sorpbrennslustöðin Funi. Mynd bb.is

Ólína Þorvarðarsdóttir, alþingismaður, hefur óskað eftir fundi í umhverfisnefnd Alþingis við fyrsta tækifæri til að fjalla um díoxíðmengun frá Sorpbrennslustöðinni Funa í Engidal í Skutulsfirði.

Fram kom í Fréttablaðinu í dag, að díoxíðmengun hafi hafi mælst tuttugufalt yfir viðmiðunarmörkum þegar árið 2007 án þess að sú niðurstaða hafi verið kynnt fyrir íbúum á Ísafirði.

Nýlega hætti MS að taka við mjólk frá bæ í Engidal eftir að mikil díoxíðmengun mældist þar í mjólk.

Ólína fer fram á að til fundarins verði kallaðir fulltrúar frá Umhverfisstofnun, hollustuverndarsviði Umhverfisstofnunar, heilbrigðiseftirlitinu á Ísafirði og bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, og e.t.v. fleiri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert