Átökin verða mest um ESB-stefnu VG

Tekist var á um aðildarumsókn Íslands að ESB þegar flokksráð …
Tekist var á um aðildarumsókn Íslands að ESB þegar flokksráð VG hittist í Hagaskóla í lok nóvember. mbl.is/Eggert

Allt bend­ir til þess að hart verði tek­ist á um ýmis mál á þing­flokks­fundi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs á morg­un.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins er ekki bú­ist við því að til per­sónu­legs upp­gjörs komi á fund­in­um á milli flokks­for­yst­unn­ar og þeirra þriggja þing­manna VG sem sátu hjá við at­kvæðagreiðsluna um fjár­laga­frum­varp Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar fjár­málaráðherra í des­em­ber.

Í frétta­skýr­ingu um fund­inn í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að viðmæl­end­ur úr röðum VG telji að senni­lega verði hart tek­ist á um Evr­ópu­sam­bands­mál, bæði aðild­ar­um­sókn Íslands og ekki síður um það aðlög­un­ar­ferli að reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins, sem stór hluti VG tel­ur að sé þegar komið á fulla ferð, þvert á það sem lagt var upp með, þegar VG samþykkti með sem­ingi að sækja um aðild að ESB.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins hef­ur mynd­ast nokkuð breið samstaða um það inn­an VG, bæði í þing­flokkn­um og meðal hins al­menna fé­lags­manns, að nauðsyn­legt sé að ljúka þeirri umræðu um stefnu VG í Evr­ópu­sam­bands­mál­um, sem hófst fyr­ir al­vöru á flokks­ráðsfundi VG í nóv­em­ber sl. og henni verði að ljúka með því að breytt verði um kúrs. Það verði aldrei nein samstaða um það inn­an VG að halda áfram á sömu braut.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert