Ekki hrifin af þjóðstjórn

Siv Friðleifsdóttir alþingismaður.
Siv Friðleifsdóttir alþingismaður. norden.org

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist í morgunútvarpi Rásar 2 í dag ekki vera hrifin af hugmyndumum þjóðstjórn og betra væri í lýðræðisríki að hafa stjórnarandstöðu sem gæti bent á það sem betur mætti fara.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði til í áramótagrein í Morgunblaðinu, að mynduð verði ný ríkisstjórn um tiltekin verkefni til ákveðins tíma en síðan verði boðað til kosninga.

Siv sagðist vera talsmaður þess að menn reyndu að vinna saman frekar en að efna til kosninga við þær aðstæður sem nú eru. Siv sagði, framsóknarmenn yrðu að skoða sína stöðu í ljósi þess hve stjórnarmeirihlutinn væri veikur en bætti við að ekki hefði verið boðið upp á neinar viðræður. Hugsanlega myndu VG-þingmennirnir þrír, sem sátu hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið, breyta um taktík.  

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að þar á bæ hlytu menn að bíða eftir því hvernig samstarfsflokkurinn spilaði úr sínum málum en Vinstrihreyfingin-grænt framboð heldur þingflokksfund á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert