Ekki hrifin af þjóðstjórn

Siv Friðleifsdóttir alþingismaður.
Siv Friðleifsdóttir alþingismaður. norden.org

Siv Friðleifs­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagðist í morg­unút­varpi Rás­ar 2 í dag ekki vera hrif­in af hug­myndum­um þjóðstjórn og betra væri í lýðræðis­ríki að hafa stjórn­ar­and­stöðu sem gæti bent á það sem bet­ur mætti fara.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, lagði til í ára­móta­grein í Morg­un­blaðinu, að mynduð verði ný rík­is­stjórn um til­tek­in verk­efni til ákveðins tíma en síðan verði boðað til kosn­inga.

Siv sagðist vera talsmaður þess að menn reyndu að vinna sam­an frek­ar en að efna til kosn­inga við þær aðstæður sem nú eru. Siv sagði, fram­sókn­ar­menn yrðu að skoða sína stöðu í ljósi þess hve stjórn­ar­meiri­hlut­inn væri veik­ur en bætti við að ekki hefði verið boðið upp á nein­ar viðræður. Hugs­an­lega myndu VG-þing­menn­irn­ir þrír, sem sátu hjá í at­kvæðagreiðslu um fjár­laga­frum­varpið, breyta um taktík.  

Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að þar á bæ hlytu menn að bíða eft­ir því hvernig sam­starfs­flokk­ur­inn spilaði úr sín­um mál­um en Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð held­ur þing­flokks­fund á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert