Enn ófært á Seyðisfjörð

Björgunarbifreið Ísólfs og Seyðisfjörður í baksýn. Úr myndasafni.
Björgunarbifreið Ísólfs og Seyðisfjörður í baksýn. Úr myndasafni.

Vegagerðin hyggst reyna að ryðja leiðina frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar í kvöld en vegaruðningstæki fylgja núna rútu starfsmanna Fjarðaáls til Reyðjarfjarðar frá Egilsstöðum. Mikið hvassviðri hefur verið á Austurlandi.

Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum hafa engin óhöpp komið upp það sem af er degi vegna veðursins.

Búist er við að veðrið gangi niður með kvöldinu en stórhríð hefur verið á Fagradal og vitlaust veður á Fjarðarheiðinni, að sögn lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert