Glitský sáust vel yfir Reykjanesi í ljósaskiptunum í dag. Ský sem þessi sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða við sólaruppkomu. Um er að ræða marglit ský sem myndast í heiðhvolfinu, oft í 15- 30 km hæð, að því er segir á Vísindavefnum.
Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi, festi skýjadýrðina á filmu og sendi á mbl.is. Litadýrð skýjanna er yfirleitt mjög greinileg þar sem þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð.