Glitský yfir Reykjanesi

Glitskýin yfir Reykjanesi í dag.
Glitskýin yfir Reykjanesi í dag. mbl.is/Hilmar Bragi

Glitský sáust vel yfir Reykjanesi í ljósaskiptunum í dag. Ský sem þessi sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða við sólaruppkomu. Um er að ræða marglit ský sem myndast í heiðhvolfinu, oft í 15- 30 km hæð, að því er segir á Vísindavefnum.

Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi, festi skýjadýrðina á filmu og sendi á mbl.is. Litadýrð skýjanna er yfirleitt mjög greinileg þar sem þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð.

Litadýrðin er jafnan mikil þegar glitský eru annars vegar.
Litadýrðin er jafnan mikil þegar glitský eru annars vegar. mbl.is/Hilmar Bragi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert