Glitský yfir Reykjanesi

Glitskýin yfir Reykjanesi í dag.
Glitskýin yfir Reykjanesi í dag. mbl.is/Hilmar Bragi

Glit­ský sáust vel yfir Reykja­nesi í ljósa­skipt­un­um í dag. Ský sem þessi sjást helst um miðjan vet­ur, um sól­ar­lag eða við sól­ar­upp­komu. Um er að ræða marg­lit ský sem mynd­ast í heiðhvolf­inu, oft í 15- 30 km hæð, að því er seg­ir á Vís­inda­vefn­um.

Ljós­mynd­ari Vík­ur­frétta, Hilm­ar Bragi, festi skýja­dýrðina á filmu og sendi á mbl.is. Lita­dýrð skýj­anna er yf­ir­leitt mjög greini­leg þar sem þau eru böðuð sól­skini, þótt rökkvað sé eða jafn­vel aldimmt við jörð.

Litadýrðin er jafnan mikil þegar glitský eru annars vegar.
Lita­dýrðin er jafn­an mik­il þegar glit­ský eru ann­ars veg­ar. mbl.is/​Hilm­ar Bragi
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert