Margfaldur ræðukóngur Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, talaði mest allra á haustþinginu sem hófst 1. október síðastliðinn.
Steingrímur hefur talað alls 180 sinnum í ræðum og andsvörum það sem af er 139. löggjafarþinginu og samtals í 591 mínútu. Næstur honum kemur annar ræðukóngur, Pétur H. Blöndal, sem tekið hefur til máls 205 sinnum og talað í samtals 547 mínútur. Í þriðja sæti er Ásbjörn Óttarsson sem talað hefur 135 sinnum, samtals í 479 mínútur. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur tekið til máls 130 sinnum og talað í 430 mínútur samtals.
Sá sem styst hefur talað er Atli Gíslason, þingmaður VG. Hann hefur talað þrisvar, samtals í 5 mínútur.