Styrkir vegna ESB-umsóknar er viðlvæmt mál

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins. reuters

Tillaga utanríkisráðherra um að samninganefnd Íslands sæki um styrki til ESB vegna samninga og aðlögunar Íslands að ESB hefur ekki verið afgreidd í ríkisstjórn. Málið er viðkvæmt innan Vinstri grænna.

„Það er alveg skýrt að við munum ekki taka við aðlögunarstyrkjum frá ESB, sem er greinilega mjög áfram um að smyrja samningaferlið með fégjöfum. Hins vegar hefur verið rætt um að báðir aðilar leggi eitthvað af mörkum til að þýða gögn og skjöl, enda er það eðlilegur hluti af þessu samningaferli,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tekur undir þetta og segir málið enn í mótun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka