Um 10 þúsund mótmæla veggjöldum

Um tíu þúsund manns hafa mótmælt  fyrirhuguðum vegatollmúr umhverfis höfuðborgarsvæðið á www.fib.is. Síðustu klukkutímana lætur nærri að tvö ný nöfn hafi bæst við listann á hverri sekúndu.

FÍB hleypti af stað undirskriftasöfnun gegn tillögum um veggjöld í gær en félagið segir í fréttatilkynningu að þessar hugmyndir séu fráleitar. Af viðbrögðum fólks sé ljóst að þær eigi ekki upp á pallborðið hjá því.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka