Um 10 þúsund mótmæla veggjöldum

Um tíu þúsund manns hafa mót­mælt  fyr­ir­huguðum vegatoll­múr um­hverf­is höfuðborg­ar­svæðið á www.fib.is. Síðustu klukku­tím­ana læt­ur nærri að tvö ný nöfn hafi bæst við list­ann á hverri sek­úndu.

FÍB hleypti af stað und­ir­skrifta­söfn­un gegn til­lög­um um veg­gjöld í gær en fé­lagið seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að þess­ar hug­mynd­ir séu frá­leit­ar. Af viðbrögðum fólks sé ljóst að þær eigi ekki upp á pall­borðið hjá því.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert