„Við hin hefðum ekki vaknað sjálf“

Hreggviður segist varla hafa áttað sig fyrr en í gær.
Hreggviður segist varla hafa áttað sig fyrr en í gær. mbl.is/Skapti

„Sá sem vaknaði fyrstur segist hafa rumskað í rúminu við hljóðið frá reykskynjaranum en hann vaknaði ekki almennilega fyrr en hann áttaði sig á því að verið var að lemja húsið að utan. Þá hljóp hann af stað, óð um húsið og reyndi að vekja okkur hin. Það er ekki séns að við hefðum vaknað sjálf,“ segir Hreggviður Harðarson, einn þeirra sem björguðust naumlega úr húsi við Eiðsvallagötu á Akureyri á sunnudagsmorgun eftir að eldur kom upp í kjallara.

Hreggviður, sem er 21 árs, leigir húsið ásamt fjórum vinum sínum. Hann svaf einn á jarðhæðinni, tveir íbúanna voru sofandi á efri hæð sem og stúlka sem var gestkomandi. Íbúar í kjallaranum voru hvorugur heima. „Sem betur fer,“ segir Hreggviður í samtali við Morgunblaðið. Eldurinn kviknaði í kjallaranum og mikinn reyk lagði þaðan um húsið. Talið var að annar íbúa kjallarans væri þar sofandi og leituðu reykkafarar þar, en sá hafði ákveðið um nóttina að fara heim til móður sinnar og sofa þar.

Sá sem vaknaði fyrstur, á efri hæðinni, komst út af sjálfsdáðum ásamt Hreggviði en reykkafarar náðu að vekja piltinn og stúlkuna, einnig á efri hæðinni, og koma þeim út. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert