16.495 fjárnámsbeiðnir voru skráðar hjá embætti Sýslumannsins í Reykjavík allt árið í fyrra. Árið 2009 18.211 fjárnámsbeiðnir skráðar hjá embættinu og fækkaði þeim því um 1.716 á milli ára.
Fjárnámsbeiðnir í fyrra voru flestar í marsmánuði. Þær voru mánuð fyrir mánuð: Í janúar 1.367, febrúar 1.986, mars 2.007, apríl 1.724, maí 1.520, júní 1.311, júlí 669, ágúst 1.456, september 1.272, október 1.130, nóvember 849, desember 1.204.
Árið 2009 voru fjárnámsbeiðnirnar þannig eftir mánuðum: Í janúar 1.180, febrúar 2.720, mars 1.590, apríl 1.580, maí 1.722, júní 1.734, júlí 1.352, ágúst 859, september 1.154, október 1.259, nóvember 1.661, desember 1.391.
Útburðarbeiðnir voru orðnar 42 í lok nóvember 2010 en alls bárust 49 útburðarbeiðnir á árinu 2009. Innsetningarbeiðnir voru orðnar 17 talsins í lok október 2010.