Fleiri innan VG að efast um ESB

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG.
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son sagði í Kast­ljósi Sjón­varps­ins að þing­flokks­fund­ur VG hefði verið góður. Staðan væri óbreytt með að all­ir þing­menn VG styddu stjórn­ina. Sagði Ásmund­ur Ein­ar Daðason að fleiri þing­menn væru að ef­ast um ESB-um­sókn Íslands.

Stein­grím­ur sagði að haldið yrði áfram að ræða ýmis stór mál, eins og ESB-aðild. Unnið yrði eft­ir leiðsögn frá síðasta flokks­ráðsfundi VG. Hefjast þyrfti handa um að und­ir fjár­laga­gerð fyr­ir 2012, end­ur­skoðun efna­hags­áætl­un­ar AGS og fleiri stór verk­efni.

Sagði hann að um Evr­ópu­mál­in yrði tek­ist áfram, VG væri al­mennt ekki flokk­ur sem væri að fela skoðana­skipt­in bakvið lukt­ar dyr. Hlut­irn­ir væru rædd­ir op­in­skátt, en rætt hefði verið um á fund­in­um að tala minna sam­an gegn­um fjöl­miðla held­ur beint á milli manna á fund­um eins og þess­um í dag.

Sagði Stein­grím­ur að ágrein­ing­ur hefði verið blás­inn út í fjöl­miðlum milli jóla og ný­árs. Það hefði feng­ist á hreint á fund­in­um að eng­inn brest­ur væri í stuðningi VG við rík­is­stjórn­ar­sam­starfið.

Sagði Stein­grím­ur að tekið yrði til­lit til allra sjón­ar­miða, alltaf væri hægt að bæta vinnu­brögðin og aðstæður á næst­unni yrðu betri þar sem verk­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar væru ekki jafn risa­vax­in og áður. Viður­kenndi Stein­grím­ur að til þessa hefði ekki næg­ur tími gef­ist til að tala sam­an inn­an raða Vinstri grænna. Aðstæður hefði verið „af­brigðileg­ar“.

„Op­in­ská­ar umræður og löngu tíma­bær­ar“

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þingmaður VG og einn þeirra þriggja sem studdu ekki fjár­lög­in, sagði í Kast­ljósi Sjón­varps­ins að fund­ur­inn hefði verið góður. Hrein­skipt­ar og op­in­ská­ar umræður hefðu farið fram og löngu tíma­bær­ar. Stór mál hefðu verið til umræðu, eins og ESB-um­sókn­in. Marg­ir þeirra sem stutt hefðu þá um­sókn væru að fyll­ast efa­semda um að það væri ekki í sama ferli og í upp­hafi. Menn væru að sjá að þetta ferli væri dýpra og kostnaðarsam­ara en áður var talið. Aukn­ar kröf­ur væru um aðlög­un og að Íslend­ing­ar þyrftu að breyta sínu reglu­verki.

Sagði Ásmund­ur Ein­ar að þessi mál yrðu ekki kláruð á ein­um fundi, áfram yrði rætt um ESB og önn­ur mál inn­an VG. Þannig þyrfti að ræða bet­ur ýms­ar kröf­ur ESB varðandi aðild­ar­ferlið.

Um ágrein­ing inn­an þing­flokks­ins sagði Ásmund­ur að engu hefði verið lokað og umræðan færi fram á næstu fund­um þing­flokks­ins. „Þetta var upp­hafs­fund­ur frem­ur en loka­fund­ur, enda stór mál sem ekki eru kláruð á tveggja tíma fund­um," sagði Ásmund­ur í Kast­ljós­inu.

„Stjórn­in þarf að breyta um kúrs“

Spurður hvort hann styddi rík­is­stjórn­ina sagðist Ásmund­ur áður hafa sagt að hann myndi verja hana van­trausti ef slík til­laga kæmi fram.

„En ég hef jafn­framt sagt að hún (rík­is­stjórn­in) þurfi að breyta um kúrs í ýms­um stór­um og veiga­mikl­um mál­um. Um það var rætt á þess­um fundi og menn voru ásátt­ir um að halda áfram að ræða," sagði hann jafn­framt og batt von­ir við að stjórn­in myndi breyta um stefnu, t.d. varðandi efna­hags­stefnu, ESB-um­sókn og margt varðandi vinnu­brögð.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG mbl.is/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert