„Þegar við fréttum af því að 365 hefðu fengið sýningarréttinn funduðum við með þeim og óskuðum eftir því að leikirnir yrðu hafðir í opinni dagskrá,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ.
Tveir af fimm leikjum íslenska karlalandsliðsins í handknattleik í riðlakeppni heimsmeistaramótsins verða sýndir í opinni dagskrá, að sögn forstjóra 365 miðla. Komist liðið upp úr riðlinum verður einn leikur til viðbótar sýndur í ólæstri dagskrá.
„Að sjálfsögðu viljum við alltaf hafa alla leiki í opinni dagskrá,“ segir Einar í Morgunblaðinu í dag. HSÍ ráði hins vegar engu um það hvar sýningarrétturinn lendi hverju sinni. Og hvaða leikir eru sýndir í opinni dagskrá sé alfarið ákvörðun 365.