Játaði bankaránið á sig

Mynd úr öryggismyndavél bankans sem lögregla sendi fjölmiðlum.
Mynd úr öryggismyndavél bankans sem lögregla sendi fjölmiðlum. mbl.is/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið karlmann á tvítugsaldri sem hefur játað aðild sína að tilraun til ráns í útibúi Arionbanka í Árbænum í dag. Gistir hann nú fangageymslu lögreglu og verður yfirheyrður í fyrramálið.

Þetta er upplýst á Facebook-síðu lögreglunnar í kvöld. Þar er öllum þeim þakkað kærlega fyrir aðstoðina sem komu upplýsingum á framfæri við lögreglu. Þær upplýsingar sem og markviss vinnubrögð lögreglu hafi leitt til þess að maðurinn var handtekinn.

Í tilkynningu sem lögreglan sendi síðan frá sér kemur fram að maðurinn hafi krafist peninga í útibúinu og viðhaft ógnandi tilburði við starfsmenn. Segir ennfremur að maðurinn hafi gefið sig fram við lögreglu og játað verknaðinn. Fjölmargar ábendingar hafi borist um manninn eftir að myndir frá vettvangi voru birtar á fésbókarsíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem og í fjölmiðlum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert