Pirringurinn eykst innan VG

Það skýrist undir kvöld hvort einhver sátt næst í þingflokki …
Það skýrist undir kvöld hvort einhver sátt næst í þingflokki VG. Frá vinstri: Álfheiður Ingadóttir, Katrín Jakobsdóttir varaformaður, Atli Gíslason, „illsmalanlegur köttur“, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. mbl.is/Árni Sæberg

Þingflokksfundur VG hefst á hádegi í dag og aukinnar svartsýni gætti hjá viðmælendum Morgunblaðsins í gær um að einhver friðsamleg niðurstaða yrði á fundinum.

Árni Þór Sigurðsson, starfandi þingflokksformaður, kvaðst þó í gær ekki eiga von á miklum átökum á fundinum, en vitanlega myndu menn skiptast á skoðunum. Hann var sá eini sem rætt var við sem var þessarar skoðunar.

Í fréttaskýringu um fundinn í Morgunblaðinu í dag segir, að augljóslega telji þeir sem styðja þann hluta þingflokks VG sem kenndur hefur verið við órólegu deildina að flokksforystan ætli að bregðast of seint við og gera of lítið til þess að breyta stefnunni í Evrópumálum, til þess að um slíkt geti orðið einhver sátt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert