Skipti hópnum milli sín

Napurleg birtingarmynd fátæktar á Íslandi.
Napurleg birtingarmynd fátæktar á Íslandi. mbl.is/Ernir

Hugmyndir eru uppi um að hjálparsamtök á höfuðborgarsvæðinu skipti á milli sín hópnum sem þarf á mataraðstoð að halda, s.s. eftir póstnúmerum.

Hluti þeirra sem sækja mataraðstoð leitar á fleiri en einn stað og segir Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar að með því að skipta hópnum væri hægt að veita öflugri aðstoð þeim sem á þurfi að halda.

Talskonur Fjölskylduhjálpar og Mæðrastyrksnefndar taka ágætlega í þessa hugmynd og eru þær allar sammála um að jákvætt væri að koma á frekari samvinnu um matarúthlutunina.

Könnun sem velferðarráðuneytið lét gera 24. nóvember sl. og birt var í gær leiðir í ljós að meðal helstu ástæðna þess að fólk þarf á slíkri aðstoð að halda eru lágar tekjur, atvinnuleysi, skuldavandi eða heilsuleysi.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert