„Okkur telst til að helmingur allra nýrra bíla sem seldust á síðasta ári hafi farið til bílaleiganna. Í hinum hópnum eru almennir viðskiptavinir sem kaupa gjarnan bíla sem eru kannski aðeins fyrir ofan miðju í verðlagi.
Þá er þetta gjarnan fólk sem er sæmilega statt, er með peninga í handraðanum,“ segir Özur Lárusson hjá Bílgreinasambandinu um þá staðreynd að veruleg aukning varð í sölu nýrra fólksbíla í fyrra, en þá voru 3.106 slíkir fluttir inn til landsins.
Í umfjöllun um mál þetta í finni.is í Morgunblaðinu í dag segir Örn, að verð á nýjum bílum sé of hátt vegna gengisfalls krónunnar og að ungt fólk treysti sér ekki til að kaupa nýjan bíl.