Brennum frestað vegna veðurs

mbl.is/Kristinn.

Ákveðið hefur verið að fresta brennum í Reykjavík og víðar á landinu vegna slæms veðurs. Búist er við stormi á öllu landinu og talsverðri ofankomu norðaustanlands og hefur Veðurstofan gefið út stormviðvörun.

Þrjár Þrettándabrennur áttu að fara fram í kvöld, en ákveðið hefur verið að kveikja ekki í þeim vegna veðurs. Tekin verður ákvörðun á morgun um hvort leyft verður að kveikja í þeim á laugardag.

Þrettándabrennum hefur verið frestað í Mosfellsbæ, á Akranesi, í Borgarnesi, á Selfossi, Reykjanesbæ, Hafnarfirði og víðar á landinu. Þrettándagleði HK í Kópavogi hefur líka verið frestað. Vegna veðurs og öskufoks hefur verið  hætt við þrettándabrennu sem vera átti við Skógafoss í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert