Erfið fæðing og læst á meðan

Þótt Ólafur Stefánsson geti brotist gegnum varnarlása verður hann í …
Þótt Ólafur Stefánsson geti brotist gegnum varnarlása verður hann í læstri útsendingu á HM. mbl.is/hag

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að setning reglugerðar um viðburði í opinni dagskrá sjónvarps taki lengri tíma en hún hafi gert ráð fyrir, en vonar að biðinni ljúki senn.

Það breyti samt ekki þeirri ákvörðun 365 miðla að sýna flesta leiki Íslands í heimsmeistarkeppninni í handbolta, sem hefst í Svíþjóð í næstu viku, í læstri dagskrá Stöðvar 2 sports og sama gildi hugsanlega um HM 2013.

Í byrjun ágúst sem leið tryggði Stöð 2 sport sér réttinn til að sjónvarpa frá heimsmeistarakeppninni í handbolta í Svíþjóð 2011 og á Spáni 2013. Í kjölfarið hóf menntamálaráðuneytið að vinna í því að leikir Íslands á HM yrðu sýndir í opinni dagskrá eins og verið hefur í Sjónvarpinu í um fjórðung aldar.

Í ítarlegri umfjöllun í Morgunblaðinu um mál þetta viðurkennir Katrín, að sennilega hafi verið farið of seint af af stað með að huga að reglugerð í þessu efni. Málið hafi oft verið rætt, en fyrir sína tíð hafi sú ákvörðun ávallt verið tekin á hinum pólitíska vettvangi að láta kyrrt liggja.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert