Fæst banaslys í umferð á Íslandi

Tíðni bana­slysa í um­ferðinni var lægst­ur á Íslandi af öll­um Norður­lönd­un­um á síðasta ári.  Fjöldi þeirra sem lét­ust er 2,5 miðað við 100 þúsund íbúa en sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um frá öðrum Norður­lönd­um er fjöldi lát­inna þar frá 2,9 og uppí 5,1 á hverja 100 þúsund íbúa.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi um um­ferðarör­ygg­is­mál. Átta manns lét­ust í bana­slys­um í um­ferðinni á síðasta ári. Það er um­tals­verð fækk­un frá fyrra ári og fyrri árum.

Þegar töl­ur um fjölda bana­slysa eru skoðaðar sést að þær sveifl­ast mjög milli ára, ekki síst hér­lend­is þar, en á síðasta ári eru slys­in hér ívið færri en til dæm­is í Svíþjóð sem hef­ur lengi verið fremst meðal þjóða í um­ferðarör­yggi.

Þá er líka vert að geta þess að öku­hraði að sum­ar­lagi hef­ur lækkað. Þannig var meðalöku­hraði á 10 stöðum á hring­veg­in­um 93,4 km á klst. og hef­ur lækkað úr 97 km frá ár­inu 2004.

Alls voru 22.160 brot skráð með sta­f­ræn­um hraðamynda­vél­um árið 2010 sam­kvæmt mála­skrá lög­regl­unn­ar. Þetta eru bráðabirgðatöl­ur því enn er verið að vinna skrán­ing­ar brota sem áttu sér stað und­ir lok árs­ins. Flest brot­in á ár­inu 2010 voru skráð í júní, júlí og ág­úst en fæst und­ir lok árs­ins sem er breyt­ing frá fyrra ári. Þær miklu breyt­ing­ar sem urðu á hraðakst­urs­brot­um í októ­ber, nóv­em­ber og des­em­ber árið 2009 má rekja til upp­setn­ing­ar hraðamynda­véla á Suður­landi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert