Frosthörkur á landinu

Það er nauðsynlegt að eiga góða vetrarflík.
Það er nauðsynlegt að eiga góða vetrarflík. mbl.is/Golli

Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur seg­ir að veru­lega kalt loft ber­ist nú til suðurs yfir vest­an­vert landið. Á veður­bloggi sínu bend­ir hann á að mjög kalt verði vest­ur á fjörðum og á Snæ­fellsnesi. Spáð sé um 17 stiga frosti í um 300-400 metra hæð. Vind­styrk­ur sé um 15-18 metr­ar á sek­úndu. Vind­kæl­ing á bert hör­und sam­svari þá um 40 stiga frosti.

„Um leið og frostið mun bíta að þá er með því tals­vert mik­il vind­kæl­ing þegar hvess­ir enn frek­ar í kvöld og nótt. Í Reykja­vík má þannig gera ráð fyr­ir um 10 stiga frosti kl.18 og á sama tíma N-átt 10-12 m/​s,“ skrif­ar Ein­ar.

„Enn kald­ara verður vest­ur á fjörðum og á fjall­veg­um þar og eins á Snæ­fellsnesi í um 300-400 metra hæð er spáð  -16 til -17 °C og vind­styrk um 15-18 m/​s síðar í dag.  Vind­kæl­ing á bert hör­und sam­svar­ar þá  -40 til -45°C með sömu aðferð,“ skrif­ar Ein­ar enn­frem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert