Hvetur til sameiningar sókna

Grafarvogssókn er fjölmennasta sókn landsins.
Grafarvogssókn er fjölmennasta sókn landsins. Jim Smart

Ríkisendurskoðun telur að með hliðsjón af því að hve nokkrar sóknir eru fámennar og lögbundin framlög þeirra lítil sé eðlilegt að kirkjuþingi kanni hvort tímabært sé að það beiti sér fyrir frekari sameiningu sókna í hagræðingarskyni.

Ríkisendurskoðun annast lögboðið eftirlit með ársreikningum kirkjugarða og sókna. Í yfirliti um ársreikninga sókna vegna ársins 2009 kemur fram að í árslok 2009 voru 273 sóknir starfandi í landinu. Í byrjun nóvember 2010 höfðu Ríkisendurskoðun borist ársreikningar frá 256 þeirra. Þar af voru 5 svo ófullkomnir að ekki var hægt að skrá þá í gagnagrunn stofnunarinnar en ársreikningum 17 sókna hafði ekki verið skilað.

Í yfirliti um ársreikninga kirkjugarða vegna ársins 2009 kemur fram að í hinum 12 prófastsdæmum landsins eru 243 kirkjugarðar sem eiga að skila ársreikningum til Ríkisendurskoðunar. Í byrjun nóvember 2010 höfðu stofnuninni borist ársreikningar 211 þeirra vegna ársins 2009.

Tekjur sókna námu samtals 2,6 milljörðum árið 2006. Mestar voru tekjur Grafarvogssóknar, fjölmennustu sóknar landsins, eða 142 milljónir. Tekjur kirkjugarða árið 2009 námu 923 milljónum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert