Íslandsbanki hættir að senda út yfirlit

Íslandsbanki hefur ákveðið að hætta útsendingu reikningsyfirlita til einstaklinga í viðskiptum við bankann.  Yfirlitin verða aðgengileg öllum viðskiptavinum í netbanka, en þeir viðskiptavinir sem óska þess sérstaklega geta fengið yfirlitin prentuð út og send á pappir.

Bankinn segir, að þetta sé gert til þess að spara kostnað auk þess sem Íslandsbanki leggi áherslu á að vera umhverfisvænn vinnustaður. Bæði sparist töluverður kostnaður auk þess sparnaðar sem verði í pappírsmagni og þeirra jákvæðu áhrifa sem slíkur sparnaður hefur á umhverfið. 

Árið 2009 ákvað bankinn að taka upp nýtt prentkerfi fyrir starfsemi bankans, sem hefur leitt til 18,5 tonna sparnað í prentuðu magni á pappír og verulega minni rafmagnsnotkun. Samhliða þessum sparnaði sé ljóst að notkun á prenthylkjum hefur minnkað gríðarlega, með tilheyrandi sparnaði og jákvæðra umhverfisáhrifa.  Sú ákvörðun nú að hætta útsendingu reikningsyfirlita sé hluti af þessari stefnu bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert