Kuldabrestir á skjálftamælum

Deplarnir á skjálftakorti Veðurstofunnar stafa margir af kluldabrestum og jökulhreyfingum …
Deplarnir á skjálftakorti Veðurstofunnar stafa margir af kluldabrestum og jökulhreyfingum enda er nú mjög kalt á Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli. www.vedur.is

Kuldinn hefur þau áhrif að næmir jarðskjálftamælar í kringum Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul skrá frostabresti og jöklahreyfingar sem koma fram á mælum Veðurstofunnar. Talsvert margar jarðhræringar hafa komiði fram á mælum á þessu svæði undanfarið.

„Það er bara kuldinn sem gerir það að það koma svona margir skjálftar fram,“ sagði Steinunn S. Jakobsdóttir, verkefnisstjóri jarðváreftirlits Veðurstofunnar. Hún sagði að mest af þessum hræringum sé ekki hægt að staðsetja. Yfirborðið á þessum slóðum er því að kólna en ekki að hitna þessa dagana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka