Næstu aðgerðir kynntar fljótlega

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis.
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stein­unn Guðbjarts­dótt­ir, formaður slita­stjórn­ar Glitn­is, seg­ir að í lok þessa mánaðar eða í byrj­un þess næsta verði gert op­in­bert til hvaða aðgerða slita­stjórn­in ætli að grípa gegn sjö­menn­ing­un­um, sem áttu og stjórnuðu Glitni fyr­ir hrun.

Dóm­ari í New York féllst á síðasta ári á kröfu sjö fyrr­um eig­enda og stjórn­enda Glitn­is um að vísa frá máli slita­stjórn­ar Glitn­is gegn þeim. Þegar málið var höfðað á síðasta ári sagði slita­stjórn­in, að klíka fé­sýslu­manna, und­ir for­ystu Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar, hefði tekið sig sam­an um að hafa með skipu­leg­um hætti fé af Glitni til að styðja við sín eig­in fyr­ir­tæki þegar þau riðuðu til falls.

Stein­unn seg­ir að það hafi alltaf legið fyr­ir að með því að taka málið upp í Banda­ríkj­un­um væri verið að fara nýja leið sem menn hafi ekki vitað hvort að var fær. „Við vor­um að reyna eitt­hvað nýtt, en við vor­um alltaf með plan B. Þess vegna get­um við sagt að það þarf ekki að bíða lengi eft­ir næstu aðgerðum.“

Stein­unn seg­ir að málið í New York hafi ekki verið tengt kyrr­setn­ing­ar­kröfu sem slita­stjórn lagði fram í London, en í henni fólst að all­ar eign­ir þeirra hvar sem er í heim­in­um yrðu kyrr­set­ar. Það mál hefði verið höfðað vegna Aur­um-máls­ins svo­nefnda, skaðabóta­máls sem Glitn­ir höfðaði á hend­ur fyrr­ver­andi starfs­mönn­um og eig­end­um bank­ans og krafðist 6 millj­arða króna í bæt­ur.  Kyrr­setn­ing­in stend­ur þangað til dóm­ur fell­ur á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert