Segir iðnaðarráðuneytið hafa brotið á umsækjanda

Róbert R. Spanó, fyrrum settur umboðsmaður alþingis.
Róbert R. Spanó, fyrrum settur umboðsmaður alþingis. Eggert Jóhannesson

Umboðsmaður alþing­is seg­ir að iðnaðarráðuneytið hafi brotið á Ragn­hildi Sig­urðardótt­ur, vist­fræðingi, við meðhöndl­un um­sókn­ar henn­ar þegar ráðið var í starf á veg­um ráðuneyt­is­ins árið 2008. Ragn­hild­ur var sögð ekki njóta trausts vegna skoðana sinna og að það hafi haft áhrif þegar um­sókn henn­ar var tek­in til skoðunar.

Ragn­hild­ur sótti um starf starfs­manns verk­efn­is­stjórn­ar 2. áfanga ramm­a­áætl­un­ar um nýt­ingu vatns­afls og jarðvarma. Umboðsmaður seg­ir í áliti sínu að iðnaðarráðuneytið hafi ekki sýnt fram á að það hefði hagað und­ir­bún­ingi þeirr­ar ákvörðunar að ráða í um­rætt starf í sam­ræmi við rann­sókn­ar­reglu 10. gr. stjórn­sýslu­laga.

Álit umboðsmanns má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert