Skoðanakúgun leiðir til samfélagshruns

Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason koma af þingflokksfundi VG í …
Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason koma af þingflokksfundi VG í gær. mbl.is/Golli

„Skoðanakúgun leiðir til samfélagshruns! Það þekkjum við Íslendingar af biturri reynslu," skrifaði Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni í morgun.

„Í lýðræðisríki fá ólík sjónarmið að koma fram og fólk ræðir sig til niðurstöðu um ákveðnar lausnir. Hótanir um að reka fólk úr liði til að þurfa ekki að takast á við gagnrýna hugsun er merki um að þeir sem eru við völd ráða ekki við verkefnið," segir Lilja einnig.

Í athugasemd, sem hún gerir við ummæli lesenda, segir Lilja, að á þingflokksfundi VG í gær hafi þingmenn rætt um málefnalegan ágreining eins og gera eigi í lýðræðislegu ríki.

„Okkur tókst hins vegar ekki að klára umræðuna, enda mörg og stór mál undir. Hótanir um að sumir séu ekki í liðinu og eigi því að víkja úr stjórnarliðinu og þingnefndum er merki um skoðanakúgun."
  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert