Spáð er þreifandi byl

Mikill snjór er á Akureyri.
Mikill snjór er á Akureyri. mbl.is/Skapti

Veður fer versnandi um landið norðan- og austanvert. Að sögn Veðurstofunnar mun ofankoma aukast með kvöldinu og spáð er þreifandi byl og nánast engu skyggni í kvöld og nótt norðan- og austantil. Úrkomulaust verður fram undir morgun suðvestan- og vestantil. 

Spáð er mikilli veðurhæð, 20-25 m/s, þegar verst lætur seint í kvöld og fram á morgundaginn. Hviður verða suðaustanlands í NV-átt frá því í kvöld og fram á nóttina. Einnig verða snarpar vindhviður frá því seint í kvöld á sunnanverðu Snæfellsnesi, Kjalarnesi, við Ingólfsfjall og undir Eyjafjöllum og í Mýrdal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert