Umræðunni ekki lokið

Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason vildu lítið segja þegar þau …
Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason vildu lítið segja þegar þau yfirgáfu skrifstofur VG eftir fundinn í gærkvöldi, fyrst þingmanna flokksins. mbl.is/Golli

Umræðu um ágreiningsmál innan þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er ekki lokið. Næsta lota verður á þingflokksfundi næstkomandi mánudag.

Á þingflokksfundinum í gær var ekki rætt um breytingar á skipan í nefndir þingsins og reyndi því ekki á það hvort þremenningarnar sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga hafa traust félaga sinna til starfa sinna í þinginu.

Þótt vinnufundur þingflokksins í gær stæði í fjórar til fimm klukkustundir fékkst ekki niðurstaða í þau mál sem ágreiningur er um og áherslur í þeim verkum sem framundan eru á stjórnarheimilinu. Steingrímur sagði raunar að tekist hefði að jafna ágreining í sumum málum en eftir væri að ræða málin frekar. Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokks VG, sagði að umræðan héldi áfram á fundi næstkomandi mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert