Umræðu um ágreiningsmál innan þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er ekki lokið. Næsta lota verður á þingflokksfundi næstkomandi mánudag.
Á þingflokksfundinum í gær var ekki rætt um breytingar á skipan í nefndir þingsins og reyndi því ekki á það hvort þremenningarnar sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga hafa traust félaga sinna til starfa sinna í þinginu.