Vildu ekki birta minnisblaðið

Frá upphafi fundar þingflokks VG í gær.
Frá upphafi fundar þingflokks VG í gær. mbl.is/Ómar

Fyrir fund þingflokks VG í gær var tekið saman minnisblað þar sem fjallað var um nokkur af þeim ágreiningsmálum sem tekist hefur verið á um innan þingflokksins. Eftir umræður á fundinum var ákveðið að birta þetta minnisblað ekki opinberlega.

DV segir frá því í dag að á fundinum hafi verið lögð fram bókun frá stjórn þingflokksins um ríkisstjórnarsamstarfið og helstu málaflokka. Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir hafi ekki verið tilbúin til að styðja þessa bókun og því hafi hún verið dregin til baka.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var lagt fram minnisblað á fundinum sem stjórn þingflokksins tók saman. Efni þess var rætt ítarlega á fundinum, en niðurstaðan varð sú að birta ekki minnisblaðið opinberlega. Fyrir fundinn taldi stjórn þingflokksins koma til greina að birta minnisblaðið ef góð samstaða væri um efni þess og ef þingflokkurinn væri sammála um að birta minnisblaðið. Niðurstaðan varð sem sé sú að gera það ekki.

Lilja Mósesdóttir skrifaði á Facebook-síðu sína í dag: „Á þingflokksfundi VG í gær ræddum við málefnalegan ágreining eins og gera á í lýðræðislegu ríki. Okkur tókst hins vegar ekki að klára umræðuna, enda mörg og stór mál undir. Hótanir um að sumir séu ekki í liðinu og eigi því að víkja úr stjórnarliðinu og þingnefndum er merki um skoðanakúgun.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka