Vilja að umsamdar hækkanir nái til allra

mbl.is/Kristinn

Það flækir glímuna við endurnýjun kjarasamninga, að stórir hópar launafólks, millitekjuhóparnir, hafa setið eftir í kjarasamningum á umliðnum árum. Þeir telja nú tíma til kominn að umsamdar launahækkanir nái til allra.

Launakröfur sem fram eru komnar á almenna vinnumarkaðinum eru ólíkar hvað þetta varðar og hefur þetta valdið misklíð á vettvangi ASÍ.

Í umfjöllun um kjaramálin í Morgunblaðinu í dag bendir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, á, að millitekjuhóparnir í iðnaðarmannasamfélaginu og nálega helmingur VR-félaga hafi gefið eftir sinn hlut af almennum launahækkunum í seinustu samningum svo leggja mætti meira í púkkið til að hækka lægstu launin.

Starfsgreinasambandið hefur krafist þess að lægstu laun nái 200 þúsund kr., kaupmáttur verði endurheimtur og hinum lægst launuðu verði tryggðar auknar kjarabætur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert