Vegir á Austurlandi eru margir hverjir ófærir þessa stundina sökum slæms veðurs. Lögreglan á Egilsstöðum sendi björgunarsveitina á vettvang á Seyðisfirði fyrr í dag til að bjarga þakplötum áður en þær fuku. Fjarðarheiði er lokuð fyrir almenna umferð, sem og Breiðdalsheiði, Öxi og fleiri.