Borgi 50.000 á mánuði fyrir tapað fé

Þeir ein­stak­ling­ar sem fengu lán til að taka þátt í stofn­fjáraukn­ingu Spari­sjóðs Svarf­dæla í lok árs 2007 gætu þurft að borga 50.000 krón­ur á mánuði næstu 15 árin til að gera upp skuld sína.

Stofn­bréf­in sem keypt voru með lán­un­um eru á hinn bóg­inn að mestu verðlaus enda hef­ur Seðlabanki Íslands leyst til sín um 90% af stofn­fé spari­sjóðsins.

Flest­ir þeirra sem tóku þátt í stofn­fjáraukn­ing­unni voru heima­menn og var meðal­ald­ur þeirra um 60 ár. Stofn­fjár­eig­end­ur voru 150 og tóku nán­ast all­ir þátt í aukn­ing­unni

Í út­tekt á mál­inu í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að upp­haf­lega hafi lán­in verið til fjög­urra og hálfs árs og áttu að greiðast upp með arðgreiðslum frá spari­sjóðnum. Sam­kvæmt bréfi til stofn­fjár­eig­enda frá nóv­em­ber 2007, áttu stofn­bréf­in sjálf jafn­framt að vera trygg­ing fyr­ir lán­inu en í lán­skil­mál­un­um er hins veg­ar ákvæði um að hægt sé að krefjast auk­inna trygg­inga.

Stofn­fjár­eig­end­ur tóku ým­ist er­lend lán eða krónu­lán upp á 3,5 millj­ón­ir til að kaupa stofn­fé. Í dag standa lán­in í á bil­inu 5-8 millj­ón­um króna. Í til­lögu að skil­mála­breyt­ingu sem Saga Capital sendi lán­tök­um í vik­unni er boðið upp á að skuld­breyta lán­inu í 15 ára lán með um það bil 50.000 króna greiðslum á mánuði. Í dag er fyr­ir­hugaður fund­ur hjá stofn­fjár­eig­end­um og stjórn­ar­for­manni sjóðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert