Nathan og Olsen hefur innkallað Hagvers döðlur með lotunúmerunum L0322, sem er best fyrir nóvember 2011, og L0347, sem er best fyrir desember 2011. Fram kemur í tilkynningu að þetta sé gert í varúðarskyni vegna gæðavandamála sem hafi komið upp er varða bragð og lykt.
Tilkynning Nathan og Olsen er eftirfarandi:
„Komið hefur í ljós gæðavandamál í ákveðnum lotum af Hagvers döðlum, sem Nathan og Olsen hf. flytur inn og dreifir, er varðar bragð og lykt.
Ástæður þessa eru ekki ljósar en Nathan og Olsen hf. vill, með tilliti til varúðarsjónarmiða og með hliðsjón af neytendavernd, taka af allan vafa um að vörur sem fyrirtækið dreifir fullnægi ýtrustu gæðakröfum og hefur því innkallað af markaði Hagvers döðlur með eftirfarandi lotunúmerum:
L0322 (Best fyrir nóv. 2011)
L0347 (Best fyrir des. 2011)
Lota þessi er í takmarkaðri dreifingu og í litlu magni í matvöruverslunum.
Neytendur sem hafa keypt Hagvers döðlur með ofangreindum lotunúmerum eru beðnir um að hafa samband við Nathan & Olsen hf.“