Enn mjög slæmt veður

Veðrið er byrjað að ganga niður sums staðar.
Veðrið er byrjað að ganga niður sums staðar. www.vegagerdin.is

Enn er mjög slæmt veður um mest allt land, að sögn Vegagerðarinnar. Óveður er undir Eyjafjöllum og við Markarfljót.  Fólki á leið í og úr Herjólfi er ráðlagt að aka eftir Austur-Landeyjavegi að Bakkaflugvelli og þaðan í Landeyjahöfn.

Gríðarhvasst er á Landeyjahafnarvegi og mikið sandfok og hætta á skemmdum á bifreiðum.  Talið er hættuminna að aka eftir Austur-Landeyjavegi og að Landeyjahöfn.

Óveður er á Kjalarnesi og alls ekki ferðaveður. Eins er óveður á sunnanverðu Snæfellsnesi en stórhríð í ofenverðum Borgarfirði og í Dölum. Það eru hálkublettir á Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdáni. Á Vestfjörðum er þó víðast hvar beðið með mokstur vegna veðurs.

Á Norðurlandi má heita að allsstaðar sé stórhríð og ekkert ferðaveður. Þar er beðið átekta með mokstur. Á  Austurlandi er óveður á Vopnafjarðarheiði og stórhríð á Jökuldal, Fjarðarheiði og Skriðdal. Það er snjóþekja og skafrenningur á Fagradal en þungfært á Oddsskarði. - Mokstur er hafinn á Vatnsskarði eystra.

Á Suðausturlandi eru vegir auðir vestan Hafnar en það er óveður við Lómagnúp og á Mýrdalssandi.

Ábendingar frá veðurfræðingi
Veðrið gengur lítið niður a.m.k. fyrir hádegi. Fer að draga úr ofanhríðinni um miðjan daginn á Vestfjörðum, í Dölum og
vestantil á Norðurlandi, en áfram þó hvasst og skafrenningur. 

Meira og minna ofanhríð í dag og afleitt skyggni frá Siglufirði að telja og austur á firði.  Allra austast hefur náð að hlána í bili á láglendi, en frystir fljótlega aftur með snjókomu. 

Snarpar vindhviður á Kjalarnesi fram á kvöld og allt að 45 m/s fram yfir hádegi.  Sama má segja um sunnanvert Snæfellsnes. Hviður einnig  allt að 45 m/s undir Eyjafjöllum og við Lómagnúp. 

Suðaustanlands hefur veður hins vegar að mestu gengið niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert