Heilbrigðisstarfsfólki hjálpað í vinnuna á Akureyri

Snjó mokað af götum Akureyrar í morgun.
Snjó mokað af götum Akureyrar í morgun. mbl.is/Þorgeir

„Snjómoksturinn gengur hægt og sígandi,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri en þar snjóaði mikið í nótt og snjóar enn. „Það er búið að moka aðalleiðir en húsagötur eru meira og minna ófærar litlum bílum.“ 

Fjöldi lögregluþjóna og björgunarfólks aðstoðaði starfsfólk heilbrigðisstofnana við að komast til vinnu í morgun og gekk það ágætlega, að sögn Daníels. Frjáls mæting er í grunnskóla bæjarins en kennsla í Verkmenntaskólanum hefur verið felld niður í dag.

Eins og fyrr segir snjóaði mikið á Akureyri í nótt og var þar að auki afar hvasst. „Það snjóar enn, en mun minna en í nótt og veðrið er nánast gengið niður. Það er ekki eins hvasst og var í nótt, núma eru um 10 m/s. Það er skaplegra veður og ekkert að því að skella sér í gallann og fara út að labba,“ segir Daníel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert