Meðalfallþungi sl. haust var 15.96 kg, sem er 90 grömmum meira en árið 2009. Þetta er hæsti meðalþungi frá því að núverandi matskerfi var tekið upp 1999, en það ár var hann 15.05 kg.
Þetta kemur fram í samantekt Matvælastofnunar um lambakjötsmat í sláturtíðinni
2010. Slátrað var alls 509 þúsund lömbum eða um 18
þúsund fleiri en árið 2009. Samtals nam framleiðsla kindakjöts á síðasta ári rúmlega 9000 tonnum sem er um 4% meira en árið á undan.