Rafmagnsstaur kveikti sinubruna

Slökkviliðsmenn berjast við sinueldinn.
Slökkviliðsmenn berjast við sinueldinn. mynd/Arnar Kristinsson

Mikill sinubruni varð í dag þegar rafmagnsstaur brotnaði austan megin við Markarfljót við Seljaland. Talið er að um tíu til fimmtán hektara svæði hafi orðið eldinum að bráð. Slökkvilið Hvolsvallar og Hellu slökktu eldinn á um einni klukkustund.

Óli Kristinn Ottósson er bóndi á Eystra Seljalandi þar sem eldurinn braust út. Hann segir að rafmagnsstaurinn hafi brotnað sökum roksins, en það hefur verið ansi vindasamt víða um land í dag og í gær. Óli Kristinn telur að eldurinn hafi kviknað skömmu eftir tvö í dag. Hann segir að tjónið virðist í fyrstu ekki mikið, en engin hús voru í hættu.

Lögreglumenn skoða rafmagnsstaurinn sem brann.
Lögreglumenn skoða rafmagnsstaurinn sem brann. mynd/Þorgeir Sigurðsson
Rafmagnsstaurinn í ljósum logum.
Rafmagnsstaurinn í ljósum logum. mynd/Arnar Kristinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert