Skammast og vilja aga

Frá upphafi fundar þingflokks VG í fyrradag.
Frá upphafi fundar þingflokks VG í fyrradag. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, lét „órólegu deildina“ í VG heyra það á þingflokksfundi í fyrradag og sagði að stöðugur fréttaflutningur fjölmiðla af innri átökum í flokknum væri honum skaðlegur.

Hann vill að menn ræði sín ágreiningsmál á lokuðum fundum og beri ágreininginn ekki á torg. Undir þessi sjónarmið formannsins tók stjórn þingflokks VG, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var hart tekist á á fundinum, þar sem krafan um breyttar áherslur í Evrópusambandsmálum var í forgrunni.

Stjórn þingflokksins lagði fram tillögu að bókun þingflokksins, sem var ekki útrædd, en m.a. stendur til að halda þeirri umræðu áfram á þingflokksfundi á mánudag.

Ljóst er að á þeim fundi verða Evrópusambandsmál og það aðlögunarferli Íslands að regluverki ESB, sem ýmsir félagar í VG segja hafið, án heimildar þjóðar og þings, einnig rædd.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert