Skráð á undirskriftalistann gegn vilja sínum

Af síðu undirskriftasöfnunarinnar.
Af síðu undirskriftasöfnunarinnar. www.orkuaudlindir.is

Um tutt­ugu manns hafa haft sam­band við for­svars­menn und­ir­skrift­ar­söfn­un­ar­inn­ar á www.orku­audlind­ir.is, vegna þess að þau voru þegar skráð á list­ann er þau ætluðu að skrá sig. Verið er að at­huga hvort þess­ar und­ir­skrift­ir séu falsaðar.

„Það eru alltaf ein­hverj­ir skemmd­ar­varg­ar, það hafa all­ir aðgang í Þjóðskrá að kenni­töl­um. Það eru kannski ein­hverj­ir að reyna að segja að það sé ekk­ert að marka und­ir­skrifta­söfn­un­ina,“ seg­ir Odd­ný Eir Ævars­dótt­ir, ein af for­svars­mönn­um söfn­un­ar­inn­ar. 

Að sögn Odd­nýj­ar er verið að kanna málið þessa stund­ina og at­huga hvort eitt­hvað grun­sam­legt sé á seyði. Hún seg­ir að þetta sé ekki villa í tölvu­kerf­inu.

„Sum­ir hafa skráð sig áður - þetta er auðvitað búið að vera í gangi frá því í sum­ar - og kannski gleymt því að þetta er það sama,“ seg­ir Odd­ný.

Odd­ný kveðst ekki hafa mikla trú á því að þetta sé verk skemmd­ar­varga: „Hvers vegna ætti ein­hver skemmd­ar­varg­ur að vinna í því að setja fleiri nöfn á þenn­an lista? Það verður aldrei meira en bara pínu­lít­il pró­senta sem kæmi þannig. Þetta hef­ur eng­in áhrif. Þetta eru ein­staka til­felli.“ Nú þegar hafa tæp­lega 31 þúsund manns skráð sig á list­ann.

Odd­ný hvet­ur alla sem kunna að lenda í svipuðum vand­ræðum að senda póst á orku­audlind­ir@gmail.com. Þá er því einnig beint til þeirra sem vilja ganga úr skugga um að þeir séu ekki skráðir, að senda póst á sama net­fang.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert