35 þúsund hafa skrifað undir

Ellen Kristjánsdóttir og Grímur Atlason tóku þátt í karaókímaraþoninu í …
Ellen Kristjánsdóttir og Grímur Atlason tóku þátt í karaókímaraþoninu í dag. mbl.is/Kristinn

Yfir 35 þúsund Íslendingar hafa nú skrifað undir áskorun til stjórnvalda um eignarhald á orkuauðlindum og nýtingu þeirra. Kippur kom í þátttökuna við karaókímaraþon sem sungið er til stuðningsmálefninu í Norræna húsinu og víðar um landið.

Með undirskriftum sínum skorar fólk á stjórnvöld að koma í veg fyrir söluna á HS Orku og skora jafnframt á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra. Klukkan hálf fjögur í dag höfðu 35.400 skrifað undir á netinu en markmið aðstandenda söfnunarinnar var að ná 35 þúsund manns.

Oddný Eir Ævarsdóttir, einn af aðstandendum undirskriftarsöfnunarinnar, segir að haldið verði áfram á meðan stemmningin sé svona góð. Hún vísar til þess að Lára Hanna bloggari hafi skorað á þjóðina að ná 50 þúsund undirskriftum og Ólafur Stefánsson sagt að öll þjóðin ætti að skrifa undir. Hún segir því ekki tímabært að segja til um hvenær undirskriftarlistanir verði afhentir.

Oddný segir að biðröð sé í hljóðnemann í karókíinu og mikil stemmning. Sungið verður til miðnættis og þá lýkur maraþoninu í Reykjavík. Þá verði í kvöld sungið víða um landið og einnig um næstu helgi.

Nokkur fjöldi fólks fylgdist með í Norræna húsinu.
Nokkur fjöldi fólks fylgdist með í Norræna húsinu. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert