Andlát: Helga Bachmann

Helga Bachmann.
Helga Bachmann.

Helga Bachmann leik­kona og leik­stjóri lést í gær, föstu­dag­inn 7. janú­ar, 79 ára að aldri.

Helga fædd­ist hinn 24. júlí árið 1931 í Reykja­vík. For­eldr­ar henn­ar voru þau Guðrún Þór­dís Jóns­dótt­ir Bachmann klæðskeri frá Litla­bæ á Álfta­nesi og Hall­grím­ur Jón Jóns­son Bachmann ljósa­meist­ari frá Steins­holti í Lei­rár­sveit.

Helga var gift Helga Skúla­syni leik­ara og leik­stjóra en hann lést árið 1996. Sam­an áttu þau börn­in Hall­grím Helga, Skúla Þór og Helgu Völu. Fyr­ir hjóna­band átti Helga dótt­ur­ina Þór­dísi Bachmann.

Helga lauk gagn­fræðaprófi frá Hall­ormsstaðarskóla árið 1948. Þá stundaði hún tveggja ára nám við Leik­list­ar­skóla Lárus­ar Páls­son­ar og nám við Leik­list­ar­skóla Gunn­ars R. Han­sens árið 1953.

Helga hóf að leika hjá Leik­fé­lagi Reykja­vík­ur árið 1952 og var þar fa­stráðinn leik­ari frá 1962-1976. Þá var hún fa­stráðinn leik­ari við Þjóðleik­húsið frá 1976-2000. Síðasta hlut­verk henn­ar þar var í leik­rit­inu „Maður í mislit­um sokk­um“ sem sýnt var um allt land yfir hundrað sinn­um. Einnig lék hún í þekkt­um kvik­mynd­um eins og „Í skugga hrafns­ins“ og „Atóm­stöðinni“.

Helga var fyrsti formaður Hlaðvarp­ans frá 1984-1987 og sat í stjórn Friðarsam­taka lista­manna. Þá var hún sæmd Ridd­ara­krossi Hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 1986 og leik­list­ar­verðlaun­un­um Silf­ur­lamp­an­um árið 1968.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert