Fann Liverpool-lag frá 1907

Leon Bjartur í fangi Arngríms sem er heitur stuðningsmaður Liverpool …
Leon Bjartur í fangi Arngríms sem er heitur stuðningsmaður Liverpool og skráir sögu félagsins nánast daglega gegnum vefinn lfchistory.net. Grúsk á bókasafni í Liverpool varð til þess að gamalt lag frá 1907 fannst þar. mbl.is/Kristinn

„Einn aðdá­andi með arn­ar­auga hef­ur grafið upp lag sem gæti verið fyrsta stuðnings­manna­lag sög­unn­ar, samið fyr­ir meira en 100 árum.“

Eitt­hvað á þessa leið hefst frétt á vefsíðu enska stórliðsins Li­verpool í vik­unni, þar sem greint er frá fundi á lag­inu Hurrah for the Reds, eða Húrra fyr­ir Rauða hern­um, sem samið var árið 1907. Frétt­in hef­ur vakið nokkra at­hygli í Li­verpool en það var Íslend­ing­ur­inn Arn­grím­ur Bald­urs­son sem fann lagið á bóka­safni þar í borg á síðasta ári. Þar var hann sem rit­stjóri vefsíðunn­ar lfchistory.net að skoða göm­ul ein­tök staðarblaðsins Li­verpool Echo. Síðunni er stýrt héðan frá Íslandi og vef­stjóri er fé­lagi Arn­gríms, Guðmund­ur Magnús­son. Hún fór fyrst í loftið árið 2003 sem áhuga­mál þeirra fé­laga en er nú orðin að op­in­berri töl­fræði fé­lags­ins sam­kvæmt samn­ingi sem þeir gerðu við fé­lagið fyr­ir tveim­ur árum.

Spurður nán­ar út í lagið sagði Arn­grím­ur að hörðustu stuðnings­menn og sér­fræðing­ar Li­verpool hefðu ekki vitað um neina söng­hefð svona snemma, eða 15 árum eft­ir stofn­un fé­lags­ins árið 1892. Hið þekkta lag, You'll never walk alone, hef­ur verið op­in­bert stuðnings­manna­lag fé­lags­ins frá ár­inu 1963.

Vakið mikla at­hygli

„Ég hef verið pantaður í viðtal á sjón­varps­stöð Li­verpool næst þegar ég fer út,“ seg­ir hann en nú þegar er farið að kyrja gamla lagið á krám í ná­grenni An­field, m.a. á þeirri helstu meðal stuðnings­manna fé­lags­ins, The Park. Arn­grím­ur seg­ir að kynn­ir­inn á An­field ætli að spila lagið reglu­lega á vell­in­um og von­ar að það hljómi hátt frá Kop-stúk­unni frægu.

Lagið má heyra hér.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert