Össur: Birgitta varin með kjafti og klóm

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. Reuters

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni verja hagsmuni Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Hreyfingarinnar, með kjafti og klóm en bandarísk stjórnvöld krefjast upplýsinga um hana á grundvelli sakamálarannsóknar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Össur segir í samtali við RÚV að bandaríski sendiherrann verði boðaður til fundar í utanríkisráðuneytinu vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert