Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það hljóti öllum að vera ljóst að aðlögun að Evrópusambandinu sé hafin, þrátt fyrir að Alþingi hafi aðeins samþykkt að senda inn umsókn. Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar sé nú í samræmi við Maastricht skilyrðin.
„Gjaldeyriskreppuna á að leysa með upptöku evrunnar án þess að aðrir kostir séu kannaðir. Ofurkapp Samfylkingarinnar á að koma þjóðinni í ESB klífur alla flokka og þjóðina í fylkingar,“ skrifar Lilja á Facebook síðuna sína.