Söfnunin heldur áfram í viku í viðbót

Þátttakendur átaksins vilja koma í veg fyrir sölu á HS …
Þátttakendur átaksins vilja koma í veg fyrir sölu á HS Orku. Brynjar Gauti

Undirskriftasöfnunin á www.orkuaudlindir.is mun halda áfram í viku í viðbót áður en listinn verður kynntur stjórnvöldum. Nú þegar hafa rúm 44 þúsund manns skráð sig.

„Við ætlum að halda áfram umræðu um málið og miðla upplýsingum,“ segir Oddný Eir Ævarsdóttir, ein forstöðumanna átaksins. Ekki hefur enn verið ákveðið hvernig stjórnvöldum verður kynntur listinn.

Að sögn Oddnýjar ríkir mikil ánægja með gengi söfnunarinnar. Hún segir að markmiðið núna sé að ná fimmtíu þúsund undirskriftum fyrir vikulok.

Mbl.is sagði frá því á föstudag að einhverjir þátttakendur í átakinu hefðu ekki getað skráð sig þegar þeir ætluðu, þar sem þeir voru þá þegar skráðir. Oddný segir að búið sé að hafa samband við viðkomandi þátttakendur vegna málsins. Hún segir að listinn muni verða athugaður vandlega áður en honum verður skilað inn, svo tryggt sé að allar undirskriftir séu ósviknar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert